padding-top:0px

Yin jóga


Yin jóga vinnur á  liðamótum, vöðvafestingingum og tengivef.

Yin jóga er nauðsynlegt á móti yang jóga eða annari líkamsrækt. Yin jóga eykur liðleika og getu okkar.  Áhersla er lögð á algjöra kyrrð, að vera í núinu og auka meðvitund um líðan sína og líkamsvitund. Flestar stöður eru gerðar sitjandi eða liggjandi þannig að flest allir ættu að geta stundað yin jóga.  Stöðum er haldið allt frá 3  til 10 mínútur með það að markmiði að efla orkuflæði líkamans og næra djúpvefi líkamans, bein og liðamót.  Hver yin staða styrkir  orkubrautirnar sem tengjast líffærunum. Þessar orkubrautir eru notaðar t.d. í nálastungum,  Þær vinna á  nýrna, lifra, gallblöðru, smáþarma, milta, maga, lungna og hjartabraut. Gerðar eru seríur sem styrkja markvisst þessar orkubrautir og geta haft djúpstæð áhrif til heilunar.


Með tímanum stirðnum við og sinar og tengivefur verður viðkvæmari fyrir áföllum. Beinin verða brothættari og bólgur myndast í líkamanum. Í yin jóga kemur þú í veg fyrir samfall, ótímabæra hrörnun, samgróning og við aukum rakaflæðið. Yin jóga styrkir og lengir vöðva meðan flest önnur hreyfing sem styrkir vöðva á það til að stytta vöðvana. Þú munt finna mikinn mun á hreyfigetu, jafnvel eftir fyrstu æfingu. Frábær viðbót fyrir alla þá sem vilja huga vel að líkama og sál.

Verum í núinu.

Deildu með þínum