padding-top:0px

Hvað er Thai nudd?

Grunnhugmyndin á bak við thai nudd er að auðvelda flæði orku um líkamann. Þessu svipar til jógaheimspekinnar en samkvæmt henni streymir lífsorkan um orkubrautir í líkamnum í thai nuddi eru tíu orkubrautir tilgreindar og á þeim eru mikilvægir orkupunktar sem ná til allra líffæra. Nuddið losar um stíflur og örvar flæði lífsorkunnar og er því endurnærandi fyrir líkama og sál. Það er m.a. talið hafa góð áhrif á astma, hægatregðu og vöðvabólgu svo fátt eitt sé nefnt auk þess sem það er notað til endurhæfingar eftir hjartaáföll og heilablóðaföll. Í thai nuddi er mikið um teygjur eins og í Hatha jóga og því stundum kallað jóganudd.

Thai nudd til að auðvelda flæði 

orku um líkamann

Deildu með þínum