padding-top:0px

Jóga í Om setrinu

ÍOm setrinu er boðið upp á margar gerðir af jóga og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í þeim efnum.

Jóga er aldagamalt æfingakerfi fyrir líkama og sál sem langflestir geta nýtt sér. Engin þörf er á grunni í líkamsrækt til þess að iðka jóga.

Lykillinn er að hlusta á eigin líkama og ganga ekki á mörkin okkar. Það er í lagi að reyna á sig, svitna og fá jafnvel harðsperrur en við eigum ekki að finna til sársauka þegar við stundum jóga.

Jógaiðkun getur reynt jafn mikið á andlegu hliðina okkar og þá líkamlegu. Það tekur á að koma sér í form – ekki síst fyrir hugann. Það getur tekið mikið á að kyrra hugann, draga úr öllum nútímavæddu áreitum sem umlykja okkur alla daga, einbeita sér að andardrættinum og bara vera. Gömul sárindi geta ýfst upp eða minningar sem við óskum ekki eftir geta sótt á hugann. Þá leyfum við hugsunum okkar að koma og við leyfum þeim að fara.

Drögum athyglina að andardrættinum og æfum okkur. Það getur tekið tíma en er vel þess virði.

Þú velur hversu djúpt þú vilt fara með þína iðkun en umfram allt skaltu njóta.

Deildu með þínum