padding-top:0px

Hvað er heilsunudd?

Heilsunudd er yfirgripsmikið því það nær yfir margar og mismunandi aðferðir. Fjölbreytileiki heilsunudds er ótvírætt kostur og heilsunuddarar eru með ólíkar áherslur við meðhöndlun, einnig er tekið mið af einstaklingum hverju sinni enda ákaflega misjafnt hvað hentar hverjum og einum.

Heilsunudd hentar öllum

Nudd mýkir vöðva og eykur hreyfigetu líkamans, hjálpar til við losun úrgangsefna, örvar blóðflæði og súrefnisflæði, gefur góða slökun og streitulosun, er frískandi, endurnærandi og jafnvægisstillandi. Heilsunudd getur verið kærkomin viðbót við aðra heilsurækt, orðið hluti af lífsstíl. 

Innan heilsunudds er að finna aðferðir eins og klassískt nudd, svæðanudd, heildrænt nudd, íþróttanudd, kinesiology, triggerpunktameðferð, sogæðanudd og ilmolíufræði.

Heilsunudd

Deildu með þínum