padding-top:0px

Hvað er Tónheilun?

Í tónheilun hjá okkur þá eru notaðar skálar frá Tíbet.  Þær eru búnar til úr sjö málmum við fullt tungl þ.s munkar fara með möntrur og brenna reykelsi.  Þessi tónheilun er alveg ótrúleg.  Hljóðbylgjurnar frá skálunum smjúga inn í frumur okkar og opna fyrir orkurásirnar í líkamanum. Hún kemur á jafnvægi og frið innra með okkur.  Í hefðbundinni 60 min meðferð þá fer hún fram þannig að í 25-30 min þá er spilað á skálarnar þ.s. þær eru lagðar eftir orkustöðum líkamans hringinn í kringum líkamann.  Restin af tímanum þá er spilað á skálarnar beint á líkamanum og þú færð að upplifa hversu djúpt titringurinn frá skálunum nær inn í líkama þinn.  Þessi meðferð hentar öllum þ.s. spilun á skálarnar fer fram eftir þörfum hvers og eins.

Deildu með þínum